Útgerðarfyrirtækið Bergur-Huginn hf. hefur selt togarann Vestmannaey sem hefur legið við bryggju síðustu misseri. Útgerðin fékk tvo nýja báta á árinu, Vestmannaey og Bergey og var gömlu Vestmannaey í kjölfarið lagt. Hið gamla aflaskip mun fá nýtt hlutverk við strendur Argentínu en það er spænskt útgerðarfyrirtæki sem keypti skipið.