Það verður sannkölluð tónlistarveisla í Vestmannaeyjum um helgina en bæði laugardag og sunnudag verða tónleikar með tónlistarmönnum sem hafa náð langt á alþjóða mælikvarða. Á laugardag, kl. 14.00 er tyrkneska stórsöngkonan Hanan EL Shemouty með tónleika í Vélasalnum. Á sunnudagskvöld eru svo stórtónleikar í Hvítasunnukirkjunni klukkan 20.00 en ekki klukkan 15.30 eins og áður var auglýst.