Eðlilega eru í skiptar skoðanir um það hvort nýr Herjólfur sem siglir í Bakkafjöru sé gæfu spor fyrir okkur. Sjálfur hef ég ekki farið í grafgötur með þá skoðun mína að ef frátafir verða sambærilegar við það sem í dag er í siglingum til Þorlákshafnar, og verði og þjónustu verði hagað í samræmi við það að hér er um þjóðvega að ræða, þá komi þetta til með að valda straumhvörfum.