Á fundi bæjarstjórnar í gær var fjallað um málefni Sparisjóðs Vestmannaeyja en Elliði Vignisson, bæjarstjóri var með framsögu um málið. Þar kom fram að lagt hafi verið fyrir fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í stjórn Sparisjóðsins að verja sjóðinn fyrir yfirtöku annarra aðila. Elliði sagði að sporin hræði og benti á atburðarrásina í Sparisjóði Hafnarfjarðar þar sem stofnfjáreigendur seldu bréf sín til fjársterkra aðila.