Á laugardaginn fór fram hnefaleikakeppni í Hafnarfirði en Hnefaleikafélag Hafnfirðinga var um leið að vígja nýja aðstöðu sína. Einn keppandi frá Hnefaleikafélagi Vestmannaeyja tók þátt í mótinu, Sigþór Einarsson en þetta var jafnframt fyrsti bardagi hans í íþróttinni. Sigþór gerði sér lítið fyrir og sigraði andstæðing sinn, Gunnar K. Kristinsson úr Hnefaleikafélaginu Æsi í Reykjavík.