Sveitarfélagið Árborg mun á næsta ári niðurgreiða íþrótta- og tómstundarstarf barna og unglinga í Árborg um tíu þúsund krónur á hvern einstakling. „Verkefnastjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála er falið að vinna að reglum um framkvæmd slíkra greiðslna og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar eigi síðar en 1. apríl næstkomandi.