Um helgina fór fram tónlistarhátíðin Icelandic Airwaves í Reykjavík en hátíðin er orðin mjög virt á alþjóða vettvangi. Þannig sækja hátíðina fjölmiðlamenn frá stærstu tónlistartímaritum heims, þar á meðal frá hinu fræga tímariti Rolling Stone. Blaðamaður þess, Christian Hoard segir að Eyjabandið Hoffman hafi verið ein af þremur hljómsveitum sem stóðu upp úr eftir hátíðina.