Eyjamenn virðast heillum horfnir í handboltanum en liðið tapaði í dag á heimavelli gegn Haukum með fjórtán mörkum, 23:37. Haukar voru sterkari allan leikinn, skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og fyrsta mark ÍBV kom ekki fyrr en þegar rúmlega níu mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan í hálfleik var 9:18 fyrir gestina.