Í dag klukkan 15:00 mætast ÍBV og Haukar í N1 deild karla. Í Haukaliðinu má meðal annars finna þrjá Eyjamenn, þá Gunnar Berg Viktorsson, Arnar Pétursson og Kára Kristjánsson. Gengi liðanna er ólíkt, Haukar eru í öðru sæti deildarinnar með tólf stig en ÍBV í neðsta sæti með ekkert stig en bæði lið hafa leikið átta leiki.