„Jæja, hvað á maður að segja. Við köstuðum hérna rétt fyrir utan þorpið í Grundarfirði og fengum sennilega ein 2000 tonn í þessu kasti. Við erum með þetta á síðunni núna og erum að dæla í okkur,“ segir Þorbjörn Víglundsson á bloggsíðu sinni en svo virðist sem áhöfnin á Guðmundi VE hafi bætt met félaga sinna á Júpiter sem sögðust hafa fengið um 1400 tonna kast í vikunni. En eins og Þorbjörn skýtur á, er kast Guðmundar um 2000 tonn.