Frekar rólegt var hjá lögreglunni þessa viku. Skemmtanahald fór að mestu vel fram en þó gisti einn aðili fangageymslu þar sem hann hafði brotið rúðu á veitingastaðnum Lundanum með því að kasta í hana grjóti. Viðkomandi hljóp í burtu en dyraverðir á staðnum hlupu hann uppi og héldu þar til lögreglan kom og handtók hann. Þá þurfti lögreglan að aðstoða tvo einstaklinga til síns heima vegna ölvunarástands.