Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV er í léttu spjalli á vefnum www.handbolti.is en ÍBV mætir einmitt Stjörnunni á útivelli í kvöld. Sigurður er m.a. spurður út í ástæðuna á slöku gengi ÍBV það sem af er vetrar og ekki stendur á svari. „Lélegt harpix og óhagstæðar vindáttir,“ svarar Sigurður en viðtalið má lesa hér að neðan.