Samkvæmt áræðanlegum heimildum Eyjafrétta hefur verið samið við markvörðinn Albert Sævarsson um að leika með ÍBV næsta sumar. Albert, sem er 34 ára, hefur leikið síðustu tvö tímabil með Njarðvík en lék áður m.a. með B-68 í Færeyjum og með Grindavík í úrvalsdeildinni. Albert mun æfa með liðinu frá og með áramótum en samið er við hann til tveggja ára.