Það er vandratað meðalhófið í fréttaflutningi og umfjöllum um það sem aflaga fer í þjóðfélaginu. Það er gömul saga og ný. Rík er tilhneigingin að finna sökudólg og að gerða hann ábyrgan. Við það verða aðrir lausir við sök eða ábyrgð. Kannast ekki margir við frásögnina af innbrotinu, þjófnaðinum eða nauðguninni sem lauk með því að greint frá því að um aðkomumann var að ræða? Erlendis eru til sams konar dæmi og þar eru dæmi um að gyðingar eða sígaunar gerðir ábyrgir fyrir einhverju miður góðu athæfi sem bitnar á almenningi eða ógnar öryggi hans.