Þau gleðitíðindi berast nú úr herbúðum knattspyrnuliðs ÍBV að búið sé að semja við Andra Ólafsson, miðjumanninn sterka. Andri hefur látið hafa eftir sér í haust að honum langi að spila í úrvalsdeild en nú liggur fyrir að leikmaðurinn stefnir á að gera það með ÍBV sumarið 2009. Andri er annar leikmaðurinn sem skrifar undir á stuttum tíma en eins og greint var frá hér á www.eyjafrettir.is er Albert Sævarsson, markvörður á leið til félagsins.