Við rannsókn lögreglunnar í Vestmannaeyjum á bruna í Tangahúsinu sem tilkynntur var til lögreglu um miðjan dag í gær kom í ljós að nokkur ungmenni undir 15 ára aldri höfðu verið inni í húsinu að fikta með eld. Höfðu einhver þeirra verið að reykja vindlinga þarna inni og verið að leika sér við að kveikja í pappa sem var á gólfi á efri hæð hússins. Töldu þau sig hafa slökkt í pappanum.