Botnslagur er á laugardaginn þegar Eyjamenn leika á móti Aftureldingu hér í Eyjum. ÍBV er í neðsta sæti með ekkert stig en Afturelding er í sjötta sæti með 6 stig, hefur unnið 2 og gert 2 jafntefli. Afturelding er að spila vel um þessar mundir, hafa gert 2 jafntefli í síðustu 3 leikjum sínum. ÍBV hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum stórt og lítið verið að ganga upp.