32-liða úrslit Lýsingarbikars karla í körfuknattleik fara fram um helgina. Athyglisverðasti leikurinn er viðureign Hrunamanna og Grindavíkur sem fram fer á Flúðum kl. 20:00 á föstudagskvöld. Mikil spenna er fyrir leikinn í uppsveitum Árnessýslu. Grindvíkingar leika í úrvalsdeild en Hrunamenn í 2. deild.