Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hyggst bjóða upp á nám vélavarða á vorönn 2008. Líklega verður þetta í síðasta sinn sem námið verður í boði í þessari mynd en framundan eru breytingar á námi vélstjóra og verða minnstu réttindin 750 kW en vélavörður hefur réttindi fyrir 375 kW. Enn vantar nokkrar skráningar til að hægt verði að bjóða upp á þennan kost á næstu önn en um er að ræða einstakt tækifæri til að ná sér í atvinnuréttindi eftir aðeins eina önn.