Þegar Þorgerður K. Gunnarsdóttir varð varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var orðið lítið pláss fyrir Árna Mathiesen í Kraganum. Hann varð því að fara eitthvert annað. Í Suðurkjördæmi var fyrsta sætið laust eftir fráfall Árna R. Árnasonar á síðasta kjörtímabili, en stóra spurning var hvað ætlaði Árni Sigfússon að gera? Hann var ótvíræður leiðtogi Sjálfstæðismanna á Suðurnesjunum og hafði unnið hreinan meirihluta í annað sinn í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ.