Ísfélag Vestmannaeyja hf og Kristinn ehf hafa eignast kauprétt á tæplega þriðjungshlut hlutabréfa í Vinnslustöðinni hf. Í tilkynningu frá Ísfélagi Vestmannaeyja segir að ókyrrð hafi ríkt í kringum Vinnslustöðina og eigndur átt í harðvítugum deilum. Eyjamenn hafi óttast að heimamenn misstu tök á félaginu og aflaheimildir yrðu fluttar frá Vestmannaeyjum. Það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulíf og íbúa. Vinnslustöðin sé einn burðarása atvinnulífs í Eyjum.