Loksins náði ÍBV að vinna sinn fyrsta leik en eftir níu tapleiki í röð í upphafi móts, þar af nokkra slæma skelli, var komið að fyrsta sigurleiknum. Hann kom gegn Aftureldingu á heimavelli í dag en lokatölur urðu 24:23. Það voru þó gestirnir sem voru yfir í fyrri hálfleik, 9:13 en smátt og smátt komust Eyjamenn inn í leikinn og unnu að lokum. Nýi leikmaðurinn, Sergey Trotsenko lék sinn fyrsta leik með ÍBV og átti stóran þátt í sigri liðsins.