Í dag klukkan 15.00 tekur ÍBV á mót stórliði Keflavíkur í 32ja liða úrslitum Lýsingarbikarsins. Eyjamenn leika í 2. deild og eru efstir í´sínum riðli og taplausir en hið sama má segja um Keflavík, sem eru efstir í úrvalsdeild og taplausir að auki. Leikurinn verður því án efa mikil skemmtun en ókeypis er á leikinn.