Eftir þær hremmingar sem ÍBV liðið í handbolta hefur gengið í gegnum eiga þeir skilið hrós fyrir frábæran karakter sem þeir sýndu á laugardaginn gegn Aftureldingu. Þeir lentu sex mörkum undir í fyrri hálfleik og oft hefur það nægt til þess að menn missi trúna á verkefninu, sérstaklega í vetur. Liðið hefur oft á tíðum verið algjörlega andlaust í sínum leik þegar á móti hefur blásið.