Héraðsdómur Suðurlands dæmdi á þriðjudag karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að stela vodkapela úr verslun ÁTVR í Hveragerði. Maðurinn var handtekinn degi fyrr en ákveðið var að draga hann fyrir dómstóla sem fyrst til þess að spara ákæruvaldinu vinnu.