Á laugardaginn átti 9. flokkur drengja í körfubolta að leika gegn ÍR í bikarkeppni flokksins. Allt var klárt, leikmenn ÍBV og dómarar mættir til leiks en þegar á reyndi komu ÍR-ingar ekki til Vestmannaeyja og gerðu það án þess að láta kóng né prest vita. ÍBV var dæmdur sigur, 20:0 en Eyjamenn fordæma samt sem áður vinnubrögð ÍR-inga. Sagt er frá þessu á heimasíðu körfuknattleiksdeildar ÍBV og má lesa pistilinn hér að neðan.