Þann 1. mars 2007 samþykkti Menningar -og tómstundaráð Vestmannaeyja að koma á fót Menningarmiðstöð fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára en töluverður þrýstingur hafði þá verið á bæjaryfirvöld frá ungmennum vegna aðstöðuleysis. Vestmannaeyjabær tók á leigu húsnæði Miðstöðvarinnar, Vosbúð, við Strandveg 65. Ungmennin sjálf hafa unnið þá undirbúningsvinnu sem vinna þurfti til að koma húsinu í það horf sem það er komið í. Eiga þau hrós skilið fyrir sinn óeigingjarna þátt og sérstök ástæða er til að hrósa stjórn nemendafélags Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum sem komið hefur myndarlega að öllum undirbúningi.