Iðnaðarmaður var um hádegisbilið í dag fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir vinnuslys í landi Ásgarðs í Grímsnesi. Lögregla telur að maðurinn hafi hrapað um 2 – 3 metra úr stiga þegar hann var að vinna við húsasmíðar. Hann hlaut höfuðáverka en ekki liggur fyrir hversu alvarlegir þeir eru.