Jötunn-Vélar á Selfossi hafa keypt fyrirtækið Remfló sem flytur inn varahluti og rekstrarvörur fyrir mjólkurframleiðendur, auk þess að þjónusta þá. Jötunn-Vélar taka við rekstrinum nú um mánaðarmótin. Kaupverðið er ekki gefið upp en Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn-Véla segir verðmiðann sanngjarnan.