Þjóðvegur Vestmannaeyja verður lokaður hluta af næstu viku. Bilun er komin upp í Herjólfi og þarf hann að fara í slipp til viðgerðar. Leki er með skrúföxli skipsins sem þarf að þétta. Áætlað er að skipið verði tekið upp í Hafnarfirði að lokinni fyrri ferðinni á þriðjudaginn.