Sigurjón Örn Lárusson heitir sá kappi og er 195cm á hæð. Spilar hann sinn fyrsta leik fyrir félagið strax eftir áramót. Mun Sigurjón styrkja liðið mikið og ekki verra að fá fleiri góða á æfingarnar hér í Eyjum. Næsta sunnudag mun Sigurjón hinsvegar leika sinn síðasta leik fyrir körfuknattleikslið Stjörnunnar þar sem hann hefur ákveðið að flytjast búferlum til Vestmannaeyja ásamt kærustu sinni Berglindi Þórðardóttur og barni.