Herjólfur er ekki enn farinn frá Eyjum en samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð er hliðarskrúfa skipsins biluð. Farþegar bíða enn um borð á meðan viðgerð stendur og er áætlað að skipi haldi úr höfn um leið og búið er að gera við hliðarskrúfuna. Í gær var greint frá því að önnur bilun væri í skipinu og þyrfti það að fara í slipp í næstu viku.