Á næsta ári eru 35 ár liðin frá eldgosinu á Heimaey en tímamótanna verður minnst veglega. Hátíðarhöldin verða tvískipt, annars þakkargjörðarhátíð 23. janúar næstkomandi og hins vegar hin eiginlega goslokahátíð sem hefst 3. júlí. Í dag voru drög að dagskrá þakkargjörðarhátíðarinnar kynnt á fréttamannafundi í Ráðhúsi Vestmannaeyja.