Hveragerðisbær hefur keypt Ullarþvottastöðina á 95,5 milljónir króna af Sigurði Eiríkssyni, framkvæmdastjóra 5X. Þetta eru ein stærstu fasteignakaup sem Hveragerðisbær hefur fjármagnað en um að ræða 1800 fermetra húsnæði með 6634 fermetra lóð.