Aðventan er gengin í garð með þeirri spennu og þeim hátíðleika, sem fylgir aðdragandanum að jólum. Jólaljósin kvikna eitt af öðru og bærinn er að komast í jólabúning. Í gær var kveikt á jólaljósum á Ráðhúsi Vestmannaeyja, þessu einstaklega fallega húsi. – Eitt fallegasta hús landsins, segja sumir.