Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að umhverfi sjóminjasafnsins muni taka á sig mynd á næstu mánuðum en framkvæmdir muni standa út næsta ár og fram á árið 2009. Reiknað er með gönguleið eftir trébryggjum alveg frá gömlu verbúðabryggjunni við Kaffivagninn, meðfram Sjóminjasafninu og Daníelsslipp og út á Ægisgarð. Varðskipið Óðinn og gamli Magni verða við verbúðabryggjuna og Gullborginni hefur verið komið fyrir í vörinni við Daníelsslipp.