Með Fréttum á morgun fylgir hin árlega jólagjafahandbók Frétta. Handbókin er glæsileg að vanda og stútfull af skemmtilegu efni. M.a. er farið í heimsókn í föndrið á Hraunbúðum, rætt við Svavar Steingrímsson sem hefur haft yfirumsjón með ljósaskreytingum í kirkjugarðinum og sömuleiðis rætt við þær Rósu Sigurjónsdóttur, sjúkraliða og Steinunni Einarsdóttur, hjúkrunarfræðing sem oftar en ekki hafa unnið á aðfangadag jóla.