Menningarráð Suðurlands úthlutaði tæpum 22 milljónum króna til menningarstarfs á Suðurlandi og Vestmannaeyjum við hátíðlega athöfn í Listasafni Árnesinga í Hveragerði sunnudaginn 2. desember. Þetta var í fyrsta sinn sem ráðið úthlutaði styrkjum í samstarfi við menntamálaráðuneyti, samgönguráðuneyti og sveitarfélög á Suðurlandi.