Laugardaginn 8. desember verður kveikt á jólatrénu á Tryggvatorgi. Þá munu jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga. Dagskráin hefst kl.15:45 en þá syngur Karlakór Selfoss og bæjarstjórinn Ragnheiður Hergeirsdóttir flytur ávarp. Kl. 16:00 koma síðan jólasveinarnir á torgið og í framhaldinu verður kveikt á jólatrénu. Þá verður sungið og trallað og gengið í kringum jólatréð. Vonast sveinarnir til að sem flestir komi og taki þátt í gleðinni og klæðist jólasveinabúningum eða jólasveinahúfum. Á eftir býður bæjarstjórnin upp á kakó og vöfflur í Tryggvaskála.