Bærinn er óðum að taka á sig jólalegri mynd en fyrirtæki og verslanir bæjarins eru að öllu jöfnu duglega að skreyta yfir jólahátíðina. Þegar blaðamaður var á ferðinni í morgun rakst hann á þá félaga, Óskar Valtýsson, Ólaf Sigurvinsson og Magnús Magnússon, bifreiðastjóra að koma upp einu af elsta jólaskrauti bæjarins, kertinu á Fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar.