Um þessar mundir eru 5 Pólverjar í farbanni að kröfu lögreglustjórans á Selfossi. Einn þeirra Przemyslav Pawel Krymski, sem kært hafði farbann til Hæstaréttar, sem staðfesti það, hefur nú yfirgefið Ísland. Lýst hefur verið eftir honum. Lögreglan á Selfossi hefur vegabréf hans og hinna fjögurra í vörzlum sínum.