Gámaskipið Selfoss kom í morgun með nauðsynjarvörur og aðrar vörur til Vestmannaeyja. Þetta er fyrsta vörusendingin sem berst til Vestmannaeyja síðan á mánudag en Herjólfur er nú í slipp í Hafnarfirði og ekki væntanlegur í siglingar að nýju fyrr en á morgun, föstudag. Farið var að bera á vöruskorti í verslunum en vöruflutningar eru í dag eins og þær voru fyrir um hálfri öld síðan þegar strandferðaskipin sigldu með vörur um landið.