Sindri Haraldsson, leikmaður ÍBV hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ en Sindri fékk að líta rauða spjaldið í leik ÍBV gegn HK um síðustu helgi. Óhætt er að segja að Eyjamönnum hafi reynst erfitt að hemja sig í leikjum vetrarins enda er Sindri ekki fyrsti Eyjamaðurinn sem fær að sjá rautt í vetur.