Stefnt er að því að Herjólfur fari úr slipp í Hafnarfirði í dag og hefji þá siglingar milli lands og Eyja á morgun. Ekki liggur fyrir hvort hann nái fyrstu ferð úr Vestmannaeyjum eða hvort hann hefji áætlunarsiglingar úr Þorlákshöfn en það byggist á því hvenær viðgerð lýkur.