Hjónin Magnús Kristinsson og Lóa Skarphéðinsdóttir afhentu í dag nýju Biblíuna en þau gefa öllum skólum bæjarins og sömuleiðis Landakirkju. Meðal annars gáfu þau Landakirkju nýja Biblíu á altarið sem verður vígð við guðsþjónustu á sunnudaginn. Afhending Bíblíunnar fór fram í Landakirkju í dag og tóku fulltrúar skólanna og kirkjunnar við gjöfinni úr hendi hjónanna.