Eins og kunnugt er hefur Vestmannaeyjabær þegar tekið ákvörðun um að byggja knattspyrnuhús vestan við Týsheimilið. Áætlaður byggingakostnaður er um 210 milljónir fyrir utan jarðvegsframkvæmdir. Bæjarstjórn samþykkti einróma að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að leita hagkvæmustu leiða til að byggja slíkt knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum með það fyrir augum að það verði tekið í gagnið árið 2008. Vestmannaeyjabær gerir ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu og hún tekin í notkun á næsta ári enda hafa engar ákvarðanir hafa verið teknar sem fela í sér breytingu á þessari samþykkt.