Valsmenn áttu ekki í teljandi vandræðum með slaka Eyjamenn í dag þegar liðin áttust við í Vestmannaeyjum í N1 deildinni. Lokatölur urðu 28:40 en staðan í hálfleik var 8:18. Valsmenn hafa verið á miklu skriði að undanförnu og eiga án efa eftir að gera harða atlögu að toppnum á nýju ári. Eyjamenn sitja hins vegar sem fastast og bendir ekkert annað en til þess að þeir falli aftur í 1. deild í vor.