Í dag klukkan 15.00 taka Eyjamenn á móti Íslandsmeisturum í Val í N1 deild karla. Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV kemur á nýjan leik inn í leikmannahóp ÍBV eftir tveggja leikja bann en Sindri Haraldsson, stórskytta, er í leikbanni. Fréttir og Sparisjóðurinn hafa tekið höndum saman og ætla að bjóða öllum á leikinn enda mikið í húfi.