Fólksbíll rann í hálku í veg fyrir jeppling í Hveradalabrekku á Hellisheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Bílstjórar voru einir í bílunum og slasaðist annar þeirra töluvert, að sögn lögreglu. Hellisheiði var lokað um stund vegna slyssins.