Margt hefur verið að gerast síðustu dagana í eyjum. Fyrir það fyrsta fór Herjólfur í viðgerð vegna leka með skrúu en er sem betur fer kominn aftur. Það var eins og eyjamenn vöknuðu upp við vondan draum við það að missa Herjólf og sýnir okkur hversu mikilvægur hann er fyrir okkur og það að samgöngur okkar séu stöðugar og öruggar. Þess vegna ítreka ég skoðun mína á því að við þurfum að fá stærri og hraðskreiðari Herjólf strax, hvort sem þessi bakkafjara gengur eða ekki.